Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa fór eftirlitsferð í söfn á höfuðborgarsvæðinu.

03.07.2014

Þar sem nú fer í hönd mikill ferðamannatími ákvað stofnunin að skoða sérstaklega hvernig verðmerkingum væri háttað á söfnum á höfuðborgarsvæðinu. Á söfnum er gerð krafa um að verðskrá með aðgangseyri og annarri þjónustu, ef einhver er, sé birt í móttöku eða anddyri. Þá eiga allar söluvörur og veitingar að vera merktar með söluverði.

Neytendastofa fór í heimsókn á 24 söfn að þessu sinni og reyndust tvö ekki vera með verðmerkingar í lagi Á Árbæjarsafni vantaði verðlista með aðgangseyri og verðmerkingar vantaði á söluvörur. Þá vantaði verðmerkingar á söluvörur á Sögusafninu Grandagarði. Þessi tvö söfn hafa fengið tilmæli um að laga verðmerkingar áður en heimsókninni verður fylgt eftir. Verði það ekki gert má búast við að lagðar verði á stjórnvaldssektir.

Neytendastofa hvetur neytendur til að halda áfram að koma ábendingum til stofnunarinnar um verslanir eða þjónustufyrirtæki þar sem betur má fara. Þessar ábendingar skipta miklu máli þar sem verðmerkingaeftirlitið er að miklu leyti skipulagt út frá ábendingum og kvörtunum yfir verðmerkingum.

TIL BAKA