Fara yfir á efnisvæði

Verðmerkingar í borðum fiskbúða á höfuðborgarsvæðinu til fyrirmyndar

24.02.2010

Þann 18. febrúar síðastliðinn fóru fulltrúar Neytendastofu í 14 fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur.   

Tíu verslanir voru með verðmerkingar í góðu lagi. Verðmerkingar í borði voru í lagi hjá öllum búðunum. En verðmerkingar í kæli reyndist ábatavant hjá fiskbúðunum Bryggjuhúsinu og Gallerý fiski og hjá Fiskbúðinni, Hófgerði voru vörurnar í kæli óverðmerktar. Litla fiskbúðin, Miðvangi var með vörur í frysti frammi í búð óverðmerktar. Þessar fjórar fiskbúðir fá sent bréf frá Neytendastofu með tilmælum um að koma verðmerkingum í rétt horf. Fulltrúar Neytendastofu fylgja þessu svo eftir með annarri heimsókn á næstu misserum.                                                    

Neytendastofa heldur áfram að fylgja eftir sjálfsögðum rétti landsmanna og veita fyrirtækjum landsins nauðsynlegt aðhald sem skilar sér í formi góðrar og réttrar verðmerkingu vara.

TIL BAKA