Fara yfir á efnisvæði

Framkvæmd pakkaferðar

Skipuleggjandi og smásali bera sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgð á framkvæmd þeirrar ferðatengdu þjónustu sem er innifalin í samningi um pakkaferð, hvort sem þjónustan er veitt af þeim eða öðrum þjónustuveitanda. Í því felst aukin neytendavernd og skýrleiki og ferðamenn geta þá hvort sem er leitað til skipuleggjanda eða smásala beri eitthvað útaf.

Skipuleggjandi eða smásali fá hæfilegan frest til að bæta úr vanefndum sem eru á framkvæmd samnings um pakkaferð. Ef úrbætur leiða til þjónustu sem er lakari að gæðum en tilgreint er í samningu um pakkaferð á ferðamaður rétt á afslætti sem jafngildir mismuninum á þeirri þjónustu sem samið var um og þeirri sem veitt var.

Ef skipuleggjandi eða smásali ræður ekki bót á vanefndum innan hæfilegs frests eða neitar að ráða bót á vanefndum getur ferðamaður sjálfur ráðið bót á þeim og krafið skipuleggjanda eða smásala um endurgreiðslu nauðsynlegs kostnaðar vegna þess. Ferðamaður getur ekki hafnað úrbótum skipuleggjanda eða smásala nema þær séu lakari að gæðum en það sem um var samið eða ef afsláttur er ófullnægjandi.

Skipuleggjanda eða smásala er skylt að sjá fyrir heimflutningi í þeim tilvikum sem ferðamaður riftir samningi með lögmætum hætti þegar um verulega vanefnd er að ræða. Þá skal veita ferðamanni aðstoð í þeim tilvikum sem hann óskar sérstaklega eftir því og jafnframt þegar röskun verður á ferð vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna.

Tefjist heimflutningur ferðamanns vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna, t.d. vegna eldgoss, ber skipuleggjanda eða smásala að sjá ferðmanni fyrir gistingu í 3 nætur.

TIL BAKA