Fara yfir á efnisvæði

Um okkur

Neytendastofa er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem fylgist með því að fyrirtæki í viðskiptum og markaðssetningu á vörum fari eftir gildandi reglum á sviði neytendaverndar. Stofnunin veitir neytendum og fyrirtækjum leiðbeiningar, upplýsingar og aðstoð vegna laga og reglna sem Neytendastofa hefur eftirlit með. Neytendum er tryggð víðtæk vernd í viðskiptum með ýmis konar sérreglum um samninga, s.s. neytendalán, alferðir og neytendakaupum. Neytendavörur sem seldar eru og markaðssettar mega ekki valda neytendum hættu og þurfa að vera í samræmi við grunnkröfur um öryggi neytenda. Á heimasíðu Neytendastofu finnur þú ítarlegar upplýsingar um réttindi neytenda og skyldur fyrirtækja svo og ákvarðanir sem varða framkvæmd og eftirlit með lögum á sviði neytendaverndar.

TIL BAKA