Fréttir og tilkynningar

23/10/2014

Bílaleigunni Öskju bönnuð notkun heitisins Askja

Neytendastofa hefur bannað Bílaleigunni Öskju að nota heitið Askja. Stofnuninni barst kvörtun frá Bílaumboðinu Öskju þar sem það taldi Bílaleiguna Öskju brjóta gegn rétti sínum með notkun á sama heiti.

22/10/2014

A4 sektað vegna rangra fullyrðingar

Neytendastofu barst kvörtun frá Pennanum vegna auglýsinga A4 um „stærsta skiptibókamarkaðinn“ sem birtist í fjölmiðlum í lok sumars 2014. Taldi Penninn A4 ekki geta sannað fullyrðinguna auk þess sem enginn fyrirvari eða útskýringar fylgdu henni.

Skoða eldri fréttir Rss