Fara yfir á efnisvæði

Þjónustutilskipun

Með lögum nr. 76/2011, um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/123/EB frá 12. desember 2006. Markmiðið með lögunum er að auðvelda frjáls þjónustuviðskipti og tryggja jafnræði milli þeirra sem veita þjónustu innan EES en viðhalda á sama tíma hágæðaþjónustu. Hlutverk Neytendastofu er að veita neytendum á Íslandi, sem kaupa þjónustu frá þjónustuveitanda í öðru EES-ríki, eftirfarandi upplýsingar:

1.    almennar upplýsingar um kröfur sem gerðar eru til þjónustuveitenda í öðrum EES-ríkjum, einkum um vernd neytenda
2.    almennar upplýsingar um hvernig hægt sé að leggja fram kvartanir komi upp ágreiningur milli þjónustuveitanda og neytanda,
3.    upplýsingar um það hvernig hægt er að ná sambandi við samtök eða stofnanir, þ.m.t. Evrópunet neytendamiðstöðva, þar sem þjónustuveitendur og neytendur geta fengið aðstoð.

Kynningarbæklingur um þjónustutilskipunina.

Hægt er að senda inn fyrirspurnir hér


TIL BAKA