Fara yfir á efnisvæði

Óréttmætir viðskiptahættir

Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 er m.a. að finna ýmis fjölbreytt ákvæði um auglýsingar og aðrar sambærilegar kynningar og þær upplýsingar sem þar eru veittar, verðmerkingar, leiðbeiningar með vöru og þjónustu, skilmála fyrirtækja, ábyrgðaryfirlýsingar, firmanöfn og atvinnuleyndarmál.

Lögin taka til hvers konar atvinnustarfsemi sem hefur eða er ætlað að hafa áhrif hér á landi. Skilyrði fyrir beitingu laganna er því að um atvinnustarfsemi sé að ræða en ekki skiptir máli hvort reksturinn er á vegum einstaklinga, félaga, ríkis eða sveitarfélaga.

Athafnir Neytendastofu í þessum málaflokki stuðla m.a. að því að koma í veg fyrir að neytendum séu veittar rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum og að auðvelda neytendum að fylgjast með verðlagi og efla verðskyn sitt.

Telji Neytendastofa viðskiptahætti brjóta gegn lögunum getur hún bannað auglýsingar eða aðra viðskiptahætti og lagt sektir á fyrirtækið.

 

TIL BAKA