Árleg hlutfallstala kostnaðar - ÁHK

Árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK)er prósentutala þar sem vextir og lántökukostnaður er mældur á ársgrundvelli. Neytendur geta borið saman þessa einu tölu og fundið út hvaða lánveitandi er með hagkvæmast lánstilboðið. Árleg hlutfallstala kostnaðar er fundin samkvæmt reikniformúlu sem er að finna í reglugerð.

Á vefsvæðum fjármálafyrirtækja sem veita lán til neytenda er að finna rafrænar reiknivélar þar sem auðvelt er að reikna árlega hlutfallstölu kostnaðar fyrir neytendalán. Aðeins þarf að setja inn upplýsingar um vaxtaprósentu, lánstíma, lántökukostnað og gjöld sem lánveitandi krefst þegar borgað er af láninu. Reiknivélin reiknar svo út ÁHK og setur fram eina prósentutölu. Því lægri sem talan er því hagstæðara er lánið fyrir neytandann.

Kostnaður við lán ekki vera meiri en svo að árleg hlutfallstala kostnaðar mál aldrei vera hærri en 50% að viðbættum stýrivöxtum.

Áður en lán er tekið er mikilvægt að bera saman þá lánamöguleika sem bjóðast, s.s. í verslun og banka, og nýtist árleg hlutfallstala kostnaðar vel til þess. Þar sem árleg hlutfallstala kostnaðar er lægst er hagstæðasta lánið að finna.

Dæmi um ákvarðanir Neytendastofu vegna útreiknings ÁHK:

Úrskurður í máli nr. 14/2014, kæra Neytendalána ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 29/2014
Úrskurður í máli nr. 13/2014, kæra Kredia ehf. og Smálána ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 28/2014

Dæmi um ákvörðun Neytendastofu vegna tilgreiningar ÁHK við markaðssetningu:

• Ákvörðun nr. 49/2015, Upplýsingar um neytendalán á vefsíðu Heimkaup
• Ákvörðun nr. 48/2015, Upplýsingar um neytendalán á vefsíðu Elko
TIL BAKA