Þróun höfuðstóls og greiðslubyrði

Með lögum um neytendalán nr. 33/2013 er Neytendastofu falið að birta almennar upplýsingar og dæmi fyrir neytendur um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði lána. Neytendastofu er einnig falið að birta upplýsingar um þróun verðlags og ráðstöfunartekna síðustu 10 ár.

Á þessari síðu er að finna lýsingar á áhrifum verðbólgu, þróun höfuðstóls, greiðslum lána, afborgunum höfuðstóls og vaxtabyrði. Þessum upplýsingum er ætlað að hjálpa neytendum að vega og meta kosti og galla verðtryggðra lána annars vegar og óverðtryggðra lána hins vegar til þess að neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða lánafyrirkomulag hentar þeim best. Þegar þetta er metið er einnig nauðsynlegt að skoða tvennskonar lánafyrirkomulag: jafngreiðslulán og jafnafborgunarlán.

Við lánveitingu sem fellur undir lög um neytendalán nr. 33/2013 ber lánveitendum að veita neytendum þessar upplýsingar frá Neytendastofu.

Hér er að finna upplýsingar um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði

TIL BAKA