Starfsumsókn

Hjá Neytendastofu starfar einvala lið framúrskarandi sérfræðinga, konur og karlar, sem starfa að þjónustu við almenning. Verkefni stofnunarinnar eru fjölbreytt og vinnuumhverfið mjög gott.   

Neytendastofa óskar eftir að ráða einstakling til starfa á Mælifræðisviði stofnunarinnar. Um er að ræða faglega krefjandi starf þar sem m.a. reynir á tæknikunnáttu er varðar kvarðanir mælitækja, gerð kvörðunarvottorða og rekjanleika. Um er að ræða margvísleg áhugaverð verkefni er varða mælifræði, s.s. kvarðanir á prófunarstofu Neytendastofu og á vettvangi hjá innlendum fyrirtækjum og eftirlit með notkun mælitækja hér á landi. Um framtíðarstarf er að ræða og starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með föstudags 7. júlí 2017.  Hægt er að sækja um starf sérfræðing á Mælifræðisviði hér.

Sjá nánar auglýsinguna hér.


Vinsamlegast sendið almenna starfsumsókn og ferilskrá með því að fara inn á Mínar síður á heimasíðu Neytendastofu.  Við geymum umsóknir í u.þ.b. 6 mánuði nema annað sé óskað.

Fyrir þá sem ræddu við okkur á framadögum þá koma upplýsingar um sumarstörf í apríl.

 

 

TIL BAKA