Fara yfir á efnisvæði

Áherslur

Á grundvelli stefnu og árangursstjórnunsamnings stofnunarinnar hefur forstjóri í samstarfi við starfsmenn stofnunarinnar lagt fram megináherslur sem taka til stjórnsýslu, þjónustu, mannauðsmála og gæðastjórnunar í starfsemi Neytendastofu.

Stjórnsýsla og þjónusta

•     Að stjórnvaldsákvarðanir Neytendastofu séu ávallt í samræmi við lög, reglur og vandaða stjórnsýsluhætti, rökstuðningur sé fullnægjandi fyrir þá aðila sem ákvörðun beinist að og tryggt sé samræmi í framkvæmd.

•     Veita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar til neytenda og lögaðila m.t.t. fjölda mála og annarra aðstæðna í samræmi við leiðbeiningaskyldu stjórnvalda. Í því felst m.a. upplýsingagjöf um starfssvið stofnunarinnar, réttarheimildir á málefnasviði hennar, og málsmeðferðarreglur.

•     Hafa frumkvæði að samstarfi opinberra eftirlitsaðila um markaðsgæslu.

•     Tryggir samstarf við önnur stjórnvöld á EES svæðinu, fyrirtæki og neytendur í samræmi við reglur sem innleiddar eru hér á landi samkvæmt EES-samningi svo og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum sem Ísland er aðili að.

•     Stofnunin vinni drög að reglugerðum á starfssviði sínu að beiðni ráðuneytisins.

•     Umsagnir veittar innan hæfilegs tíma um gerðir sem til stendur að innleiða í íslenska löggjöf vegna alþjóðlegra skuldbindinga.

•    Halda utan um úrvinnslu og vistun tölulegra upplýsinga vegna reglubundinnar upplýsingagjafar til Alþingis sem og innlendra og alþjóðlegra eftirlitsaðila. Ennfremur leitast við að hrinda í framkvæmd athugasemdum eftirlitsaðila.

•     Tryggja að vefsíða stofnunarinnar sé innihaldsrík, nytsamleg, aðgengileg og örugg og verði áfram meðal bestu vefja í úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitafélaga með ekki lægri einkunn en 90 af 100.

•     Tryggja góða þjónustu og kanni reglulega framkvæmdina.

•     Stuðla að því að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar hafi greiðan aðgang að opnum gögnum.

Mannauður og gæðamál

•     Stuðla að því að störf innan stofnunarinnar henti jafnt konum sem körlum og stofnunin vinni að jafnri stöðu kynjanna.

•     Stofnunin móti símenntunaráætlun.

•     Leitast við að flytja störf og verkefni út á landsbyggðina þar sem því verður við komið og sé hagkvæmt, þar með talið stoðþjónustu.

•     Halda áfram að bæta heildareinkunn í vinnustaðakönnun SFR:
                o     Verði í efsta þriðjungi stofnana í heildareinkunn í vinnustaðakönnun SFR. 

•     Viðhalda gæðakerfi sínu og uppfæra það í samræmi við ný verkefni svo og tryggja að það uppfylli kröfur ytri eða innri úttektaraðila eftir því sem við getur átt. Þróa einnig áfram gæðahandbók um starfsemi, vinnulag og verkferla stofnunarinnar um öll svið eftirlitsskyldrar starfsemi. Þróun gæðahandbókar verður stöðugt ferli með það að markmiði að starfsemi stofnunarinnar verði ávallt af hæstu gæðum hvað varðar skilvirkni, árangur og traust hagsmunaaðila og í samræmi við bestu stjórnsýsluvenjur.

•     Þjónusta stofnunarinnar við kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa sé skilgreind og samkvæmt ferlum sem byggja á samhæfðu aðgengi fyrir alla málsaðila:
                o     Tryggt sé gott aðgengi að þjónustugátt fyrir kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa.
TIL BAKA