Áfrýjunarnefnd neytendamála
Ákvarðanir Neytendastofu má kæra til sérstakrar nefndar, áfrýjunarnefndar neytendamála.
Heimild til áfrýjunar er að finna í 4. gr. laga um Neytendastofu og talsmann neytenda, nr. 62/2005.
Skrifleg rökstudd kæra skal berast áfrýjunarnefnd innan fjögurra vikna frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun Neytendastofu. Úrskurður áfrýjunarnefndar skal liggja fyrir innan sex vikna frá áfrýjun.
Í áfrýjunarnefnd neytendamála sitja þrír menn og jafn margir til vara, skipaðir af ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Formaður nefndarinnar og varamaður hans skulu fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara. Áfrýjunarnefnd neytendamála er skipuð þannig:
Aðalmenn:
Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómslögmaður (formaður)
Áslaug Árnadóttir, héraðsdómslögmaður
Gunnar Páll Baldvinsson, lögfræðingur
Varamenn:
Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður (varaformaður)
Víðir Smári Petersen, lögmaður, dósent
Sindri M. Stephensen, lögmaður, dósent
Skriflegar kærur til áfrýjunarnefndar skulu berast:
Áfrýjunarnefnd neytendamála
Steinás 16
210 Garðabæ
Óskað er að rafrænt afrit kæru sé sent á netfangið afryjunarnefnd@mvf.is