Fréttir og tilkynningar

17/04/2019

Fullyrðingar Guide to Iceland um mesta úrval ferða og lægsta verðið

Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga á heimasíðu Guide to Iceland. Um var að ræða fullyrðingar um stöðu fyrirtækisins á markaði. Neytendastofa fór fram á að fyrirtækið sannaði fullyrðingar um að það biði upp á mesta úrval ferða á Íslandi og lægsta verðið. Guide to Iceland sendi ekki fullnægjandi sönnunargögn fyrir fullyrðingunum og komst Neytendastofa því að þeirri niðurstöðu að þær væru ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um stöðu félagsins á íslenskum markaði.

17/04/2019

Facebook breytir skilmálum sínum og skýrir notkun á gögnum

Að kröfu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og neytendayfirvalda í Evrópu hefur Facebook breytt skilmálum sínum og skýrt fyrir neytendum notkun sína á gögnum um þá. Krafan var gerð í kjölfar rannsóknar á notkun Facebook á gögnum.

Skoða eldri fréttirRSS Rss

Námskeið

03jún

Námskeið vigtarmanna

Almennt námskeið vigtarmanna verður haldið 3., 4. og 5. júní 2019. Endurmenntunarnámskeið verður haldið 6.júní.
Skrá hér
Öpp / Okkar verkfæri
  • 112 ICELAND
  • Athugun á hættulegum hormónum í snyrtivörum
  • Bensínvaktin
  • European Health Insurance Card
  • Ljóstímar
  • Réttindi farþega