Fréttir og tilkynningar

Mynd með frétt - 2
24/05/2018

IKEA innkallar SLADDA reiðhjól

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á SLADDA reiðhjólum vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu. Beltadrifið getur slitnað fyrirvaralaust og þannig leitt til falls. IKEA innkallar því SLADDA reiðhjólið í varúðarskyni og hvetur viðskiptavini til að hætta notkun þess. IKEA hafa borist ellefu tilkynningar um óhöpp, engin þeirra á Íslandi.

Skoða eldri fréttir Rss