Fara yfir á efnisvæði

Fréttir og tilkynningar

10/04/2024

Tinder skuldbindur sig til að veita neytendum skýrar upplýsingar um persónusniðin verð

Í kjölfar samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld hefur Tinder skuldbundið sig til að upplýsa neytendur um að afslættir sem félagið býður af verði úrvalsþjónustu sinnar séu persónusniðnir með sjálfvirkum hætti. Tinder notar sjálfvirkar aðferðir til að finna notendur sem hafa lítinn eða engan áhuga á úrvalsþjónustunni og býður þeim persónusniðinn afslátt. Það hefur verið metið ósanngjarnt að persónusníða afslætti án þess að upplýsa neytendur sérstaklega um það þar sem það getur komið í veg fyrir að neytendur hafi möguleika á að teka upplýsta ákvörðun.

27/03/2024

Brot Stjörnugríss gegn ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar um bann við að nota þjóðfána Íslendinga á umbúðum matvöru úr innfluttu hráefni.

Skoða eldri fréttirRSS Rss