
18/02/2019
Brimborg innkallar Mazda BT-50
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Mazda bifreiðar af árgerðunum 2006 til 2011. Um er að ræða 23 bifreiðar af gerðinni BT-50. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir.