
21/11/2023
Íslenskuátak Neytendastofu
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Neytendastofa undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni sem miðar að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.