Fréttir og tilkynningar

Mynd með frétt - 1
18/10/2017

Festu það!

Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni OECD sem kallast Festu það! En stutt er síðan vinsælar kommóður voru innkallaðar vegna dauðaslysa eftir að hafa fallið á börn. Húsgögn og sjónvörp eru ein af mest földu slysagildrum á heimilum fyrir börn. Á hverjum klukkutíma eru að meðaltali 3 börn í Bandaríkjunum sem fara á slysdeild þar sem kommóður, sjónvörp eða eitthvað annað húsgagn hefur dottið á þau.

13/10/2017

Hæstiréttur staðfestir ákvörðun um neytendalán

Neytendastofa tók ákvörðun þann 23. september 2014 um að Íslandsbanki hefði brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu en Íslandsbanki stefni stofnuninni og vildi að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Hæstiréttur hefur nú sýknað Neytendastofu af kröfum bankans og stendur því ákvörðun hennar.

Skoða eldri fréttir Rss