Verslanir í Kringlunni og Smáralind sektaðar
Neytendastofa hefur sektað verslanir í Kringlunni og Smáralind fyrir skort á verðmerkingum. Stofnunin fór í febrúarmánuði og kannaði ástand verðmerkinga í verslunarmiðstöðvunum. Við fyrri skoðun var farið í 100 verslanir og veitingastaði í Kringlunni og 71 verslun og veitingastaði í Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar hjá 61 verslun þar sem ýmist vantaði verðmerkingar á vörur í versluninni, í sýningarglugga eða bæði.