12/09/2023
Fullyrðingar Adotta CBD Reykjavík ehf. um lyfjavirkni CBD snyrtivara
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Adotta CBD Reykjavík ehf. vegna fullyrðinga félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. Málið laut bæði að fullyrðingum um lyfjavirkni snyrtivara sem auglýstar voru á útvarpsmiðlum RÚV sem og fullyrðingum er birtust á vefsíðu félagsins, cbdrvk.is.