Landsréttur staðfestir úrskurð áfrýjunarnefndar
Landsréttur hefur staðfest úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála og þar með ákvörðun Neytendastofu vegna upplýsingagjafar Íslandsbanka í lánssamningi um neytendalán og stöðluðu eyðublaði.
Landsréttur hefur staðfest úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála og þar með ákvörðun Neytendastofu vegna upplýsingagjafar Íslandsbanka í lánssamningi um neytendalán og stöðluðu eyðublaði.
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Happyworld ehf. vegna auglýsinga á fisflugi. Mál Neytendastofu hófst með ábendingu frá Samgöngustofu þar sem tekið var fram að óheimilt væri að fljúga fisi nema til skemmtunar og íþrótta. Þá er einnig óheimilt að fljúga fisi í atvinnuskyni, til flutninga- og verkflugs, sem og til annarra starfa að frátöldu flugi til kennslu, þjálfunar og próftöku. Í umræddri auglýsingu félagsins var hins vegar boðið upp á útsýnisflug með fisi gegn gjaldi sem samkvæmt framangreindu er óheimilt.
Þetta vefsvæði notar vafrakökur
Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka