Fara yfir á efnisvæði

Skipurit

Sjá stærri mynd af skipuriti hér

 

Skipurit Neytendastofu og innra skipulag tekur mið af þeim lögum og reglum sem Neytendastofu eru falin framkvæmd og eftirlit með.
 
Stjórnsýslusvið annast almenna umsjón með starfsemi Neytendastofu, svo sem fjármál, starfsmannamál, gæðastjórnun, útgáfumál og yfirumsjón lögfræðimála og úrskurða.

Mælifræðisvið hefur umsjón með framkvæmd löggildingareftirlits með mælitækjum og að mælingar í viðskiptum séu réttar.

Neytendaréttarsvið hefur eftirlit og umsjón með lögum um óréttmæta viðskiptahætti, þar með talið röngum og villandi auglýsingum, verðmerkingum svo og sérlögum um vernd neytenda í viðskiptum sbr. lög um neytendalán, um alferðir, um húsgöngu- og fjarsölu og lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.

Öryggissvið hefur umsjón með lögum er varða öryggi neytenda svo sem öryggi framleiðsluvöru, öryggi rafrænna undirskrifta og markaðseftirlit með hættulegum vörum.

TIL BAKA