Fara yfir á efnisvæði

Stefna

Öryggi og réttindi neytenda eru tryggð í lögum frá Alþingi. Upplýsingar og fræðsla til aðila í atvinnulífi og almennings um réttindi og skyldur stuðlar að virðingu og góðri framkvæmd á lögum er miða að öryggi og vernd neytenda. Stjórnvaldsúrræðum skal beitt aðeins þegar nauðsyn krefur svo unnt sé að tryggja lögvarin réttindi neytenda varðandi öryggismál og neytendavernd almennt. Góð þekking á reglum um öryggi og réttindi neytenda er undirstaða þess að hámarks árangri verði náð í viðskiptum fyrirtækja og fagmanna við neytendur. Ánægja viðskiptavina og góð neytendavernd er allra hagur. Hlutverk Neytendastofu er því að stunda upplýsingamiðlun til aðila í atvinnulífi um skyldur þeirra og réttindi gagnvart neytendum.
Neytendastofu undir árangursstjórnunarsamning við innanríkisráðuneytið þann 26. mars 2015. Samningurinn er til fimm ára og er tilgangur hans að festa í sessi ákveðið samskiptaferli aðila og skerpa áherslur um stefnuferli aðila við stefnumótun, framkvæmd verkefna og áætlunargerð. Helstu markmið og áherslur eru:

    •    Ísland verði í fremstu röð meðal evrópskra þjóða m.t.t. skorkorts neytendamála í Evrópu varðandi stöðu neytenda almennt og á einstaka mörkuðum.

    •    Efling þekkingar á réttindum og skyldum á sviði neytendaréttar og upplýsingum miðlað til neytenda svo til verði virkir og öflugir neytendur í viðskiptum á markaði.

    •    Virk upplýsingamiðlun til aðila í atvinnulífi um skyldur þeirra og réttindi gagnvart neytendum svo til verði „gegnsær og réttlátur“ markaður.

    •    Hafa virkt frumkvæðiseftirlit og fylgja eftir ábendingum um brot á lögum sem falla undir eftirlit Neytendastofu

    •    Tryggja að vörur og tengd þjónusta á markaði uppfylli allar lagalegar kröfur og taka af markaði vörur sem ekki uppfylla kröfur eða eru hættulegar lífi og heilsu neytenda.

    •    Tryggð sé öflun, varðveislu og viðhald landsmæligrunna.

    •    Tryggt sé að mælingar í viðskiptum og á öðrum sviðum séu réttar og að mælitæki séu löggilt þegar það á við:
                a.Stefnt að því að faggilding kvörðunarþjónustunnar á kvörðunum voga, massa og hitamæla haldist eins.
                b.Stefn að því að framboð kvörðunarþjónustunnar á ófaggiltum kvörðunum haldist að minnsta kosti óbreytt.

    •    Tryggja að vigtarmenn séu löggiltir.

 


TIL BAKA