Hlutverk
Hlutverk Neytendastofu er að treysta öryggi og réttindi neytenda í viðskiptum og annast eftirlit og framkvæmd laga um neytendavernd. Stofnunin sinnir stjórnsýsluverkefnum á sviði neytendamála, vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu og mælifræði sbr. lög um stofnunina nr. 62/2005.
Neytendastofa fylgir stefnum stjórnvalda eins og við á s.s. stefnu í aðgengismálum opinberra vefja, innkaupastefnu og jafnréttisstefnu.
Meginhlutverk stofnunarinnar má taka saman í eftirtalda flokka með tilliti til forgangsröðunar:
• Gæta að og hafa eftirlit með neytendarétti og öryggi vöru.
• Hafa eftirlit með viðskiptaháttum og stuðla að gagnsæi markaðarins.
• Yfirumsjón með lögmælifræði og hagnýtri mælifræði og framkvæmd sem að því lýtur.
• Miðla upplýsingum til aðila á markaði um réttindi þeirra og skyldur.
Neytendastofa fylgir stefnum stjórnvalda eins og við á s.s. stefnu í aðgengismálum opinberra vefja, innkaupastefnu og jafnréttisstefnu.
Meginhlutverk stofnunarinnar má taka saman í eftirtalda flokka með tilliti til forgangsröðunar:
• Gæta að og hafa eftirlit með neytendarétti og öryggi vöru.
• Hafa eftirlit með viðskiptaháttum og stuðla að gagnsæi markaðarins.
• Yfirumsjón með lögmælifræði og hagnýtri mælifræði og framkvæmd sem að því lýtur.
• Miðla upplýsingum til aðila á markaði um réttindi þeirra og skyldur.