Fara yfir á efnisvæði

Tengiliður á EES-svæðinu

Í EES-samninginn hefur verið felld reglugerð ESB nr. 2006/2004, um samstarf stjórnvalda á sviði neytendamála, sbr. lög nr. 56/2007, um samstarf stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd. Samkvæmt reglugerðinni ber aðildarríkjunum að tilnefna eitt stjórnvald í hverju landi sem skuli vera tengiliður við önnur stjórnvöld á sviði neytendamála á Evrópska efnahagssvæðinu (e. Single Liasion Office).

Neytendastofa er tengiliður stjórnvalda samkvæmt ákvæðum laganna á EES-svæðinu og ber ábyrgð á framkvæmd samstarfs við önnur EES-stjórnvöld. Neytendastofa í umboði utanríkisráðuneytisins er tengiliður og annast samskipti milli íslenskra og alþjóðastofnana um tæknilegar reglur sem skylt er að tilkynna um til ESB og WTO, sbr. lög nr. 57/2000 um skipti á upplýsingum um tæknilegar reglur er varða vörur og fjarþjónustu, sbr. reglugerð nr. 733/2000. Í samræmi við ákvæði í reglugerð innanríkisráðuneytisins nr. 566/2013, um markaðseftirlit o.fl. er Neytendastofa tengiliður og ber ábyrgð á árleg markaðseftirlitsáætlun sé gerð í samvinnu við önnur stjórnvöld hér á landi og send til framkvæmdastjórnar ESB í samræmi við ákvæði EB-reglugerðar nr. 765/2008.

Neytendastofa er tengiliður og annast aðstoð við neytendur sem kaupa þjónustu á EES-svæðinu sbr. lög nr. 76/2011, um þjónustuviðskipti á innri markaði EES-svæðisins. Loks er stofnunin tengiliður og ber ábyrgð á samskiptum við Íslands við RAPEX-gagnagrunninn sem tekur við tilkynningum um hættulegar vörur sem innkallaðar eru af markaði, sbr. m.a. lög nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.


TIL BAKA