Fara yfir á efnisvæði

Árleg hlutfallstala kostnaðar - ÁHK

Árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK) er prósentutala þar sem vextir og lántökukostnaður er mældur á ársgrundvelli. Neytendur geta borið saman þessa einu tölu og fundið út hvaða lánveitandi býður hagkvæmasta lánstilboðið. Árleg hlutfallstala kostnaðar er reiknuð út samkvæmt reikniformúlu í reglugerð sem ráðherra setur. 
Við útreikninginn skal tekið tillit til alls kostnaðar af láninu, sama hvenær á lánstímanum hann fellur á. Þar með talið er þóknun sem lánamiðlari krefur neytenda um, þar sem það á við. Ekki skal þó gera ráð fyrir vanskilakostnaði eða mögulegum uppgreiðslugjöldum.
Í þeim tilvikum þar sem lán er annað hvort með breytilegum vöxtum eða föstum vöxtum til a.m.k. fimm ára í upphafi lánstíma og að því tímabili loknu er samið um fasta vexti að nýju til ákveðins tímabils, á lánveitandi að reikna bæði árlega hlutfallstölu kostnaðar og viðbótar-árlega hlutfallstölu kostnaðar. Viðbótar-árleg hlutfallstala kostnaðar á þá að gefa neytanda hugmynd um það hvernig kostnaðar getur aukist vegna þessara breytilegu forsendna.
Fyrir verðtryggð lán skal við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar gera ráð fyrir verðbótum miðað við meðaltalsverðbólgu síðustu tólf mánaða og að hún haldist út lánstímann.
Allsstaðar þar sem árleg hlutfallstala kostnaðar fyrir samninga sem að einhverju leyti bera breytilega kostnaðarþætti kemur fram skal lánveitandi vekja athygli á því að hún hefur verið reiknuð út miðað við ákveðnar forsendur og geti tekið breytingum á lánstímanum.
TIL BAKA