Fara yfir á efnisvæði

Þróun verðlags, vaxta og gengis erlendra gjaldmiðla

Með lögum nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda er Neytendastofu falið að birta almennar upplýsingar og dæmi um þróun verðlags, vaxta og gengis erlendra gjaldmiðla og áhrif þess á greiðslubyrði og höfuðstól fasteignalána. Auk þess skal birta samanburð á þróun verðlags og ráðstöfunartekna síðustu 10 ár.
Á þessari síðu er að finna lýsingar á áhrifum verðbólgu, vaxtabreytinga og gengisbreytinga á þróun höfuðstóls, greiðslur lána, afborgunum höfuðstóls og vaxtabyrði. Þessum upplýsingum er ætlað að hjálpa neytendum að vega og meta kosti og galla ólíkra lána til þess að neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða lánafyrirkomulag hentar þeim best.
Lánveitendur og lánamiðlarar eiga að byggja upplýsingagjöf sína á upplýsingum Neytendastofu.

Hér er að finna PDF skjal með upplýsingum um þróun verðlags og vaxta ásamt áhrifum þess á greiðslubyrði og höfuðstól lána, sbr. 1., 2. og 4. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 118/2016.

Hér er að finna PDF skjal með upplýsingum um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði erlendra lána, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 118/2016.

 

TIL BAKA