Útgáfu- og kynningamál
Neytendastofa leggur áherslu á að miðla upplýsingum til neytenda um réttindi sín og jafnframt að stuðla að því að aðilar í viðskiptalífinu og fagmenn þekki og virði reglur á sviði neytendaverndar. Í því skyni gefur Neytendastofa út ýmiss konar kynningarefni. Umsjón, samræming og skipulagning á útgáfu- og kynningarmálum Neytendastofu fellur undir Stjórnsýslusvið.
Fræðslu- og kynningarefni
Eitt af stefnumiðum Neytendastofu er að tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings um réttindi og öryggi neytenda, svo og réttar mælingar í viðskiptum.
Til þess að því markmiði verði náð er nauðsynlegt að stofnunin stuðli að útgáfu fræðslu- og kynningarefnis fyrir neytendur, fagmenn, innflytjendur, dreifingaraðila og seljendur á vörum og þjónustu til neytenda. Til að stuðla að því markmiði verði náð gefur Neytendastofa út ýmis konar kynningarefni og ábendingar. Öll starfssvið stofnunarinnar og sérfræðingar taka þátt í slíkri fræðslu og kynningarmiðlun hver á sínu sviði. Yfirlit um fræðslu og kynningarefni Neytendastofu má finna hér.
Fréttabréf
Rafrænt fréttabréf Neytendastofu er miðill sem hefur þann tilgang að flytja fréttir og greinar um málefni sem varða hagsmuni og réttindi neytenda. Sjaldan hefur verið jafnbrýnt og nú að standa vörð um þá réttarvernd sem neytendum er veitt í lögum, á ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auk þess standa vonir okkar til að hér verði unnt að miðla ýmsum upplýsingum jafnt til neytenda sem aðila atvinnulífsins. Yfirlit yfir fréttabréf Neytendastofu má finna hér.
Fræðslu- og kynningarefni
Eitt af stefnumiðum Neytendastofu er að tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings um réttindi og öryggi neytenda, svo og réttar mælingar í viðskiptum.
Til þess að því markmiði verði náð er nauðsynlegt að stofnunin stuðli að útgáfu fræðslu- og kynningarefnis fyrir neytendur, fagmenn, innflytjendur, dreifingaraðila og seljendur á vörum og þjónustu til neytenda. Til að stuðla að því markmiði verði náð gefur Neytendastofa út ýmis konar kynningarefni og ábendingar. Öll starfssvið stofnunarinnar og sérfræðingar taka þátt í slíkri fræðslu og kynningarmiðlun hver á sínu sviði. Yfirlit um fræðslu og kynningarefni Neytendastofu má finna hér.
Fréttabréf
Rafrænt fréttabréf Neytendastofu er miðill sem hefur þann tilgang að flytja fréttir og greinar um málefni sem varða hagsmuni og réttindi neytenda. Sjaldan hefur verið jafnbrýnt og nú að standa vörð um þá réttarvernd sem neytendum er veitt í lögum, á ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auk þess standa vonir okkar til að hér verði unnt að miðla ýmsum upplýsingum jafnt til neytenda sem aðila atvinnulífsins. Yfirlit yfir fréttabréf Neytendastofu má finna hér.