Fara yfir á efnisvæði

Ný sókn í neytendamálum

09.09.2008

Kæru landsmenn.

Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir rúmu ári síðan einsettum við okkur að byggja upp öflugt ráðuneyti neytendamála innan viðskiptaráðuneytisins. Umfangsmikil vinna í neytendamálum á sér nú stað á vegum okkar og fyrr á árinu gáfum við út skýrsluna Ný sókn í neyteyndamálum, staða neytenda á Íslandi. Nú er komið að næsta kafla í neytendasókn okkar með opinni fundaröð um málaflokkinn um land allt.

Hvað brennur á ykkur? Hvaða áherslur hefur hver og einn í þessum málum? Við köllum eftir viðhorfum ykkar allra á opnum fundum með ýmsum góðum gestum um land allt.

Þriðjudaginn 9. september hefst fundaröðin og stendur hún í tvær vikur. Fundirnir eru öllum opnir og er almenningur hvattur til að mæta á fundina, kynna sér stefnumótun stjórnvalda í neytendamálum, viðhorf sérstakra gesta á fundunum og eiga samræður um neytendamál við stjórnvöld og góða gesti. Taktu þátt í nýrri sókn í neytendamálum.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.

TIL BAKA