Fara yfir á efnisvæði

Fréttir og tilkynningar

03/12/2025

Villandi auglýsingar Á. Óskarssonar og Co.

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Á. Óskarsson og Co. ehf. vegna auglýsinga félagsins á samfélagsmiðlum. Í auglýsingunum, sem voru tvennskonar, var annarsvegar auglýst lægsta verð vöruflokks og birt mynd af talsvert dýrari vöru innan vöruflokksins og hinsvegar auglýstar vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða.

19/11/2025

21 Evrópskt flugfélag samþykkir að breyta viðskiptaháttum sínum þegar kemur að umhverfisfullyrðingum

21 flugfélag hefur samþykkt að breyta starfsháttum sínum er lúta að umhverfisfullyrðingum sem álitnar voru villandi af samstarfsneti neytendayfirvalda í Evrópu (CPC). Málið var unnið undir forystu neytendayfirvalda í Belgíu (Directorate General for Economic Inspection), Hollandi (Authority for Consumers and Markets), Noregi (the Norwegian Consumer Authority) og Spáni (Directorate General of Consumer affairs). Málið á rætur að rekja til þess að í júní 2023 gáfu Samtök evrópskra neytendasamtaka (European Consumer Organisation (BEUC)) út yfirlýsingu þar sem fordæmdar voru villandi umhverfisfullyrðingar Evrópskra flugfélaga.

Skoða eldri fréttirRSS Rss