08/08/2025
Lokun 2G og 3G farsímaþjónustu
Neytendastofa vekur athygli á fréttum Fjarskiptastofu og Vöruvaktarinnar um lokun 2G og 3G farsímaþjónustu. Lokunin fer fram í áföngum en á að ljúka hjá öllum fjarskiptafyrirtækjum í síðasta lagi í árslok 2025. Þetta leiðir m.a. til þess að tæki sem aðeins styðja 2G/3G hætta að virka. Þetta geta verið símtæki, snjallúr og ýmis vöktunartæki. Hjá framleiðanda er hægt að leita upplýsinga um það hvaða farsímaþjónustu tækið notar.