21 Evrópskt flugfélag samþykkir að breyta viðskiptaháttum sínum þegar kemur að umhverfisfullyrðingum
21 flugfélag hefur samþykkt að breyta starfsháttum sínum er lúta að umhverfisfullyrðingum sem álitnar voru villandi af samstarfsneti neytendayfirvalda í Evrópu (CPC). Málið var unnið undir forystu neytendayfirvalda í Belgíu (Directorate General for Economic Inspection), Hollandi (Authority for Consumers and Markets), Noregi (the Norwegian Consumer Authority) og Spáni (Directorate General of Consumer affairs). Málið á rætur að rekja til þess að í júní 2023 gáfu Samtök evrópskra neytendasamtaka (European Consumer Organisation (BEUC)) út yfirlýsingu þar sem fordæmdar voru villandi umhverfisfullyrðingar Evrópskra flugfélaga.



