Fara yfir á efnisvæði

Hættulegur sturtuhitari

29.05.2002

Tilkynning frá Húsasmiðjunni

Húsasmiðjan hefur haft til sölu rafmagnssturtuhitara af gerðinni Angelotty model DS 230 sem reyndust ekki uppfylla þær kröfur sem ætlast er til af slíkum vörum. Mikilvægt er að þessi vara verði tekin úr umferð og unnið hefur verið skipulega að því að innkalla hana. Ennþá vantar Húsasmiðjunni að ná sambandi við nokkra viðskiptavini og vill biðja þá aðila vinsamlegast um að hafa samband í síma 525-3286.
Húsasmiðjan hefur ávallt öryggi viðskiptavina sinna að leiðarljósi og harmar þessi mistök.

TIL BAKA