Fara yfir á efnisvæði

Nýjar reglur um hönnun og setningu háspennulína

24.08.2004

Löggildingarstofa hefur breytt ákvæðum gr. 401, 403 - 404 í kafla 3.2 í reglugerð um raforkuvirki á þann veg að eftirleiðis skal við hönnun og setningu háspennulína hér á landi með málspennu hærri en 45 kV fara eftir staðlinum ÍST EN 50341-1:2001 ?Overhead electrical lines exceeding AC 45 kV ? Part 1: General requirements ? Common specifications? ásamt íslenska viðaukanum EN 50341-3-12:2001 ?Overhead electrical lines exceeding AC 45 kV ? Part 3: Set of National Normative Aspects?.

Jafnframt eru felld úr gildi ákvæði sömu reglugerðar vegna hönnunar og setningar háspennulína af fyrrgreindri stærð.

Ástæða fyrir þessum breytingum er að búið er að gefa út evrópskan staðal um hönnun og setningu háspennulína af fyrrgreindri stærð og staðfesta sem íslenskan og í stað þess að gefa út ítarlega reglugerð um tæknileg efni er þess í stað vísað í samræmdan evrópskan staðal.

Fyrrgreindan staðal er hægt að kaupa hjá Staðlaráði Íslands.

TIL BAKA