Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg fjöltengi

22.03.2005

Innköllun á hættulegum fjöltengjum sem seld voru í verslunum Bónuss í desember til febrúar sl. fer nú fram á vegum Stock á Íslandi ehf.

Rafföng: Fjöltengi.

Vörumerki: Um er að ræða tvær gerðir sem líta nákvæmlega eins út ef undan eru skildar merkingar á bakhlið fjöltengjanna. Skv. merkingum á bakhlið kallast annað ZHONGYA en hitt OUYA (Merki: fljúgandi fugl framan við hnött).

Tegundir / Gerðir: Á umbúðum (gult spjald) annars (ZHONGYA) kemur m.a. eftirfarandi fram: „INDOOR POWER SOCKET" en á umbúðum (bleikt spjald með myndum af  peningum) hins (OUYA) m.a.: „Euro Line". Sjá nánar á mynd.

Málstærðir: max 3500W, 16A/250V~

Dreifingaraðili: Stock á Íslandi ehf.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Verslanir Bónuss í desember til febrúar s.l.

Hætta: Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu hefur komist að þeirri niðurstöðu að hætta á raflosti og brunahætta geti stafað af rafföngunum. Aðtaug (snúra) er alltof grönn, varnarleiðara (jarðtengingu) vantar í aðtaug, frágangur tenginga er slæmur auk þess sem merkingum er ábótavant. Ekki er þó vitað um slys eða bruna af völdum viðkomandi raffanga.

Lýsing á rafföngunum: Fjöltengin eru hvít, með þremur innstungum (tenglum), rauðum rofa og u.þ.b. 1,5m langri snúru. Á bakhlið annars þeirra eru merkingarnar „ZHONGYA", „SLG", „GS", „CE" og „16A/250V~" en á bakhlið hins merkingarnar „OUYA", „TÜV", „GS", „CE" og „16A/250V~". Báðar gerðirnar voru seldar í plastpoka sem festur var á pappaspjald (til upphengingar). Pappaspjald annars fjöltengisins (ZHONGYA) er gult og m.a. með merkingunni „INDOOR POWER SOCKET". Pappaspjald hins (OUYA) er bleikt með myndum af  peningum og m.a. með merkingunni „Euro Line. Sjá nánar á myndum.

Hvað eiga eigendur slíkra fjöltengja að gera ?: Eigendur slíkra fjöltengja eiga að sjálfsögðu að hætta notkun þeirra þegar í stað og snúa sér til viðkomandi söluaðila (Bónus).

TIL BAKA