Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar hnúða á KVIBY kommóð

30.09.2008

Viðskiptavinir sem eiga KVIBY kommóðu með framleiðsludagsetningunni 0817 (ár, vika) eða fyrr, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við þjónustuborð IKEA, annað hvort í versluninni eða í síma 520-2500, til að fá nýja hnúða og festingar á kommóðuna sent í pósti (pakkinn er ókeypis og inniheldur sex hnúða og festingar).

Framleiðsludagsetninguna má finna á miða undir kommóðunni.

IKEA hefur fengið tilkynningar um að glerhnúðarnir hafi brotnað, annað hvort í samsetningu eða við notkun og valdið meiðslum. Ástæðan fyrir því að þeir brotna er að skrúfan herðist um of þegar hnúðarnir eru festir við skúffuna.

Allar KVIBY kommóður með framleiðsludagsetningunni 0818 eða síðar eru með nýjum og endurbættum hnúðum og festingum og þurfa því ekki á lagfæringu að halda.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.IKEA.is, í IKEA versluninni eða í síma 520-2500

 

 

 

 

 

TIL BAKA