Fara yfir á efnisvæði

Faggilding kvörðunarþjónustu Neytendastofu

01.09.2009

Dagana 13. og 14. maí 2009 fór fram árleg UKAS úttekt á kvörðunarþjónustu Neytendastofu.
UKAS eða United Kingdom Accreditation Service er breska faggildingarstofan og systurstofnun íslensku faggildingarstofunnar ISAC sem er hluti af Einkaleyfastofu. Úttektin snýst einkum um að kanna hvort þjónustan standist kröfur ÍST EN ISO 17025:2005 um kvörðunar- og/eða prófunarstofur. Í kjölfarið eða 14. ágúst 2009 vottaði svo UKAS faggildingu kvörðunarþjónustu Neytendastofu í fimmta sinn og nú til næstu fjögurra ára að því tilskildu að þjónustan standist á næstu árum árlega UKAS úttekt.

Faggilding þjónustunnar nær nú til F1 lóða á bilinu 1 mg til 20 kg, M1 lóða á bilinu 1 mg til 500 kg; rafhitamæla á bilinu -80 °C til 550 °C, glerhitamæla á bilinu -80 °C til 240 °C; nákvæmnisvoga með F1 lóðum á bilinu 1 mg til 5 kg, voga með M1 lóðum allt að 500 kg. Á vef UKAS  má sjá svið faggildingarinnar (Schedule of Accreditation).

Auk áðurnefndra faggiltra kvarðana kvarðar þjónustan einnig án faggildingar eftirtalin mælitæki: Þrýstimælar, herslumælar, kraftmælar, fjölmælar, viðnám, mæliker, rennimál og smámælar. Á næstu mánuðum mun væntanlega hefjast kvörðun rakamæla. Draumur starfsmanna kvörðunarþjónustunnar hefur verið að víkka út faggildinguna til áðurnefndara  mælitækja en enn hefur ekki unnist tími til þess.

Fjöldi kvarðana hefur undanfarandi 2-3 ár haldist nokkuð svipaður eða um 650-800 tæki og 250-300 vottorð árlega og hefur góður helmingur þeirra verið faggiltur og hefur þeim heldur farið fjölgandi. Útlitið í ár með fjölda kvarðana er nokkuð svipað og í fyrra.

 

 

TIL BAKA