Fara yfir á efnisvæði

Hættulegir barnabílstólar

06.02.2012

Barnabílstóll

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Rúmfatalagersins á barnabílstólum af gerðinni All Ride Prince með vörunúmeri 28831. Komið hefur í ljós að barnabílstólarnir uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til öryggisbúnaðar barna í ökutækjum þrátt fyrir merkingar þar að lútandi.

Barnabílstólarnir voru til sölu í verslunum Rúmfatalagersins frá lok september 2011 en hafa nú verið teknir úr sölu. Mikilvægt er að notkun barnabílstólanna verði hætt nú þegar. Þeir sem hafa keypt umrædda barnabílstóla eru beðnir um að skila þeim strax í næstu verslun Rúmfatalagersins gegn fullri endurgreiðslu.

TIL BAKA