Fara yfir á efnisvæði

Úrskurður áfrýjunarnefndar Neytendamála

27.12.2012

Orka ehf. kvartaði yfir notkun Poulsen ehf. á léninu orka.is þar sem Orka hafði einkarétt á firmanafninu ORKA og skapaði það hættu á ruglingi að Poulsen noti firmaheitið Orku sem lén.  Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um ruglingshættu að ræða milli fyrirtækjanna þar sem engin starfsemi væri á léninu orka.is. Auk þess hafði áhrif að Poulsen hafði verið skráður rétthafi lénsins frá 2007 eða í fjögur ár áður en erindi barst stofnuninni án þess að Orka hafi kvartað yfir notkuninni. Stofnunin taldi því að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar í málinu.

Orka kærði ákvörðunin til áfrýjunarnefndar neytendamála sem hefur nú, með úrskurði í máli nr. 9/2012, staðfest ákvörðun Neytendastofu.

Úrskurðinn má lesa hér

TIL BAKA