Fara yfir á efnisvæði

Innkölluð Strumpaljós

15.01.2013

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á strumpaljósi/moodlight . Um er að ræða 10 cm háan lampa með strikamerkinu  8717624274039 sem dreift hefur verið af fyrirtækinu NORSTAR AB í Danmörk, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Ástæða innköllunarinnar er sú að auðvelt er fyrir börn að fjarlægja rafhlöðulokið sem veitir þeim aðgang að rafhlöðum. Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef börn kyngja rafhlöðunum.

Varan uppfyllir ekki ákvæði leikfangastaðals IST EN 71-1

Ekki er vitað til þess að þessi vara hafi verið seld hér á landi en Neytendastofa vill biðja þá sem kunnu að eiga lampa  af umræddri gerð að farga honum á öruggan hátt eða senda hann aftur til NORSTAR og fá endurgreitt. 

 

TIL BAKA