Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar Toys R Us

06.08.2013

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á 19. Janúar ehf., rekstraraðila verslunarinnar Toys R Us, fyrir brot á útsölureglum.

Neytendastofa fór fram á skýringar fyrirtækisins á því af hverju fyrra verð leikfanga sem merkt voru sem tilboðsvörur kæmi ekki fram samhliða útsöluverðinu. Þegar vara er auglýst á tilboði verður að tilkynna fyrra verð hennar samhliða tilboðsverði hennar. Í svörum frá fyrirtækinu Toys R Us kom fram að umrædd leikföng hefðu fyrir mistök verið merkt sem tilboðsvörur þegar um venjulegt verð leikfanganna var að ræða.

Að mati Neytendastofu braut Toys R Us gegn lögum með því að merkja verð vöru sem tilboðsverð þegar vörur voru ekki á tilboði.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA