Fara yfir á efnisvæði

Upplýsingavefur fyrir kennara

08.08.2013

Á vegum Evrópusambandsins hefur verið settur upp gagnvirkur fræðslu og upplýsingavefur sem heitir Consumer Classroom. Tilgangurinn með vefsíðunni er að auka neytendafræðslu í skólum. Vefurinn var unninn í samstarfi við kennara og er hann sérstaklega ætlaður kennurum sem sjá um neytendafræðslu fyrir 12-18 ára nemendur.

Á vefsíðunni má bæði finna upplýsingar um fræðsluefni tengt réttindum neytenda auk þess sem kennarar geta skráð sig inn á síðuna og þar nálgast tilbúið kennsluefni. Síðunni er ætlað að vera nokkurskonar miðlægur gagnagrunnur þar sem kennarar um alla Evrópu geta miðlað reynslu sinni og skipst á kennsluefni.

Neytendastofa hvetur grunn- og framhaldsskólakennara til að kynna sér vefsíðuna.

http://www.consumerclassroom.eu/

TIL BAKA