Fara yfir á efnisvæði

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu í matvöruverslanir

21.11.2013

Neytendastofa gerði könnun í sumar á ástandi verðmerkinga hjá  78 matvöruverslunum  á höfuðborgarsvæðinu. Þessari könnun var svo fylgt eftir í október sl. og skoðað ástand verðmerkinga hjá þeim verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimasóknina.

Í ljós kom að hjá 22 matvöruverslunum var verðmerkingum enn ábótavant, þetta voru verslanirnar Sunnubúð, Plúsmarkaðurinn, Mini Market, Nettó Mjódd, Nettó Hverafold, Kostur, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Eiðistorgi, Krónan Skógarlind, Granda, Krónan Hvaleyrarbraut, 10-11 Þverbrekku, Eggertsgötu, Barónsstíg, Laugaveg, Melabraut, Staðarbergi, Lágmúla, Fjarðargötu, Efstalandi, Dalvegi og Hjallabrekku.

Eiga þær 16 matvöruverslanir sem lagað höfðu verðmerkingar í kjölfar fyrri könnunar Neytendastofu hrós skilið. En ljóst er að eftirlit er nauðsynlegt til að halda verslunareigendum við efnið svo verðmerkingar séu í samræmi við lög og reglur. Starfsmenn Neytendastofu munu halda áfram að gæta réttar neytenda í von um góða hjálp frá vökulum neytendum. Hægt er að koma með ábendingar í síma og í gegnum rafræna neytendastofu á heimasíðu stofnunarinnar www.neytendastofa.is

TIL BAKA