Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Volkswagen

04.12.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um innköllun á  fimm Amarok 2,0 L TDI bifreiðum árgerð 2011-2013.

Ástæða innköllunar er mögulegur leki á eldsneytisleiðslum í vélarrúmi, sem getur valdið dísel leka og í versta falli getur eldur orðið laus í bílnum.  Um er að ræða fimm bíla á Íslandi. Eigendur viðkomandi bíla hafa fengið sent bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA