Fara yfir á efnisvæði

Tilkynning varðandi IKEA veggljós

18.12.2013

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli  á tilkynningu frá IKEA vegna  vegna veggljósa.  Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga IKEA SMILA veggljós, eða önnur veggljós með snúru, til að ganga tafarlaust úr skugga um að ljósið og rafmagnssnúran séu ekki þar sem barn þeirra nær til þegar það er í rimlarúmi eða leikgrind, og að snúran sé tryggilega fest við vegginn.

Lausar snúrur geta skapað köfnunarhættu hjá ungbörnum og ungum börnum.

Til að fá ókeypis viðgerðarsett með viðvörunarmiða, öryggisleiðbeiningum og sjálflímandi festingum til að festa snúruna við vegg þá er fólk beðið um að hafið samband við Skilað og skipt eða þjónustuver í síma 520 2500.

IKEA minnir viðskiptavini á að allar vörur með snúrum, svo sem gardínur eða gluggatjöld, geta skapað köfnunarhættu. Lausar snúrur mega aldrei liggja þar sem ung börn ná til.

 

 

 

TIL BAKA