Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar sjö veitingahús á höfuðborgarsvæðinu

30.12.2013

Neytendastofa hefur sektað sjö veitingahús á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga.

Í júlí sl. gerðu starfsmenn Neytendastofu skoðun á verðmerkingum í veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu. Þau veitingahús sem stofnunin gerði athugasemdir við fengu þau fyrirmæli að lagfæra verðmerkingar sínar svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða af hálfu Neytendastofu. 

Skoðununum var fylgt eftir í september sl. þar sem í ljós kom að sjö veitingahús höfðu ekki gert fullnægjandi lagfæringar á verðmerkingum sínum. Því hefur Neytendastofa nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á eftirfarandi veitingahús: Austurlandahraðlestina í Lækjargötu, Cafe Bleu í Kringlunni, Kaffi Klassík í Kringlunni, Pisa á Lækjargötu, Scandinavian Smørrebrød og Brasserie á Laugarvergi, Sjávargrillið á Skólavörðustíg og Tapashúsið á Ægisgarði.

Ákvarðanirnar eru nr. 28/2013, 29/2013, 31/2013, 32/2013, 33/2013, 35/2013 og 45/2013.

TIL BAKA