Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á FOX göfflum/dempurum

25.02.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynningar frá versluninni Hjólasprettur um innköllun á Fox dempurum af gerðinni 32 og 34 Evolution Series, framleiddir milli 1. mars 2012 og 30. nóvember 2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að gaffal dempara strokkur / stimpil samsetning getur losnað undir ákveðnum kringumstæðum með þeim afleiðingum að framhjól getur hugsanlega losnað frá reiðhjóli á meðan það er í notkun og orsakað hættu á falli og slys á hjólreiðarmanni. 

Viðkomandi reiðhjólaeigendur hafa verið upplýstir um ofangreinda hættu. 

TIL BAKA