HEKLA innkallar 21 Volkswagen Caddy bifreiða

04.03.2014

HEKLA  kallar inn 21 Volkswagen Caddy bifreiðar,  sem framleiddir voru frá nóvember 2003 til janúar 2013
Ástæða innköllunar er að festing fyrir pumpu á afturhlera getur gefið sig og hleri fallið niður án mótstöðu, við þær aðstæður er hætta á meiðslum við fermingu eða affermingu í vörurými bílsins. Skipt verður um festingar fyrir pumpur. Eigendum viðkomandi bíla verður sent bréf varðandi þessa innköllun þegar varahlutir hafa borist til landsins.

TIL BAKA