Fara yfir á efnisvæði

Bernhard innkallar Honda

13.03.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf. um innköllun á Honda bifreiðum af gerðinni CR-V diesel. Um er að ræða einungis 5 bifreiðar árgerð 2013.

Ástæða innköllunarinnar er að í einhverjum tilfellum getur verið að settir hafa verið 16" bremsudiskar í stað 17" bremsudiska að framan í 2,2 lítra Honda CR-V diesel. Bremsuvirkni er sú sama en við langvarandi bremsunotkun, t.d. niður langar brekkur, geta bremsudiskar hitnað óeðlilega.

Bernhard hefur þegar haft samband við hlutaðeigandi bifreiðareigendur.

TIL BAKA