Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa kannar þyngd páskaeggja

09.04.2014

Fréttamynd

Neytendastofa kannaði í byrjun apríl þyngd páskaeggja hjá Nóa Síríus, Freyju og sælgætisgerðinni Góu – Lindu.Farið var í verksmiðjur framleiðenda þar sem eggin voru vigtuð á staðnum. Uppgefin þyngd á aðeins að vera þyngd súkkulaðis og sælgætisins sem því fylgir en ekki umbúðirnar eða annað skraut sem er á egginu. Því var verið að skoða það hvort að sú þyngd sem gefin er upp á pakkningunum sé í samræmi við innihaldið.

Skoðað var 450 gr. egg frá Nóa Síríus, 530 gr. egg frá Freyju og 1. kg. Bónusegg frá Góu . Reyndust þau öll vera í réttri þyngd. Ein tegundin var í öllum tilfellum með allt að 10% þyngra en uppgefin þyngd. Starfsmenn Neytendastofu vigtuðu 20 páskaegg hjá hverjum framleiðanda eða 60 í það heila.

Neytendastofa athugar forpakkaðar vöru reglulega hjá framleiðendum og í verslunum. Niðurstaða könnunar á þyngd páskaeggja var að þessu sinni ánægjuleg fyrir neytendur þar sem eggin og innihald þeirra hjá öllum framleiðendunum reyndust í samræmi við reglur um þyngdarmerkingar forpakkaðrar vöru.

TIL BAKA