Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd staðfestir stjórnvaldssekt

06.05.2014

Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is fyrir ósanngjörn ummæli gagnvart iStore og eiganda hennar. Ummælin voru talin ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore og hafa þannig áhrif á ákvörðun neytenda um að hafa viðskipti. Um var að ræða endurtekið brot og taldi Neytendastofa því rétt að leggja 150.000 kr. stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is. Eigandi Buy.is kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála og krafðist þess að sá hluti ákvörðunarinnar sem snéri að stjórnvaldssektinni yrði felldur úr gildi. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rök kæranda og staðfesti ákvörðun Neytendastofu.

Úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 7/2013 má lesa hér.

TIL BAKA