Fara yfir á efnisvæði

Grand Cherokee bifreiðar innkallaðar frá framleiðanda

25.06.2014

Neytendastofa vill vekja athygli á Rapex tilkynningu vegna innköllunar á bifreiðunum Jeep, Grand Cherokee árgerðum 2002 og 2003 WK og WG body. Ástæða innköllunarinnar er sú hætta er á að loftpúði geti sprungið út fyrirvaralaust. Til að draga úr þessari hættu þarf að setja millistykki inn á rafmagnslúm við loftpúða tölvunnar. Ekki er vitað til þess að slys hafi átt sér stað í tengslum við þetta.

Ekkert bílaumboð er hér á landi fyrir þessar bifreiðar. Neytendastofa vill hins vegar benda eigendur ofangreindra bifreiða að hafa samband við Bíljöfur til þess að fá nánari upplýsingar.

Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda Evrópusambandsins og EES ríkja þar sem stjórnvöld geta miðlað á sem skemmstum tíma upplýsingum um aðgerðir varðandi markaðssetningu á neytendavörum sem valdið getur hættum fyrir líf, heilsu og öryggi neytenda. Sjá slóð hér.: http://ec.europa.eu/consumers/safety/rapex/alerts/main/index.cfm?event=main.search

TIL BAKA