Fara yfir á efnisvæði

Skartgripir úr eðalmálmum

14.07.2014

FréttamyndAllar vörur sem seldar eru á Íslandi eru úr eðalmálmum, þ.e. úr gulli, silfri, palladíum og platínu og eiga þeir allir að vera merktar með tvo ábyrgðastimpla. Annars vegar hreinleikastimpillinn sem segir til um þann hreinleika sem seljendur lofa við sölu á vörunni. Hins vegar Nafnastimpill segir til um hver sé framleiðandi eða innflytjandi vörunnar en hann ber ábyrgð á vörunni. Ef þessir stimplar eru ekki á vörunni þá hefur neytandinn ekkert í höndunum sem segir til um það hvað hann er að kaupa .

Neytendastofa gerði könnun hjá 26 söluaðilum og skoðaði yfir 130 skartgripir í skartgripaverslunum. Í dag eru svo til allir með merkingarnar í lagi, þeir ábyrgjast að varan sé úr eðalmálmi og eru með greinilegar merkingar um hve mikið magn af eðalmálmi sé í vörunni. Fjórar verslanir reyndust þó ekki vera með allar merkingar í lagi. Lög um eðalmálma voru sett árið 2002 til verndar neytendur og til þess að auðvelda útflutning á öllum vörum úr eðalmálmi.

Neytendastofa hefur veri að skoða vörur sem seldar eru á mörkuðum eða handverkssýningum sem vörur unnar úr eðalmálmum. Sem dæmi á handverkssýningunni sem var í Ráðhúsi Reykjavíkur var aðeins einn aðili með vörunar sýnar í lagi. Ljóst er að þar er mikið ábótavant. Af því tilefni hvetur Neytendastofa fólk til að skoða vel hvort að ábyrgðarstimplar séu á vörunni. Ef varan er í lagi þá er hún merkt hönnuðnum eða innflytjandanum til að hægt sé að rekja vöruna til þeirra og þeir merkja sína vöru með hreinleikastimpli.

TIL BAKA