Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar Drífu ehf.

29.07.2014

Neytendastofa hefur lagt einna milljón króna stjórnvaldssekt á Drífu þar sem fyrirtækið virti að vettugi ákvörðun stofnunarinnar frá ágúst 2013.

Með ákvörðuninni hafði Neytendastofa komist að þeirri niðurstöðu að merkingar Drífu á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR teldust villandi fyrir neytendur.  Merkingarnar töldust gefa til kynna að um íslenska vöru og íslenska framleiðslu væri að ræða en þær séu framleiddar erlendis og úr erlendum afurðum.  Taldi Neytendastofa að merkingarnar væru villandi gagnvart neytendum og til þess fallnar að hafa áhrif á eftirspurn. Í framhaldi af ákvörðuninni breytti Drífa ehf. merkingum sínum.  

Við skoðum í verslunum í júlí 2014 kom í ljós að vörur NORWEAR voru  aftur merktar með villandi hætti.  Í ljósi þess að Drífa hafði brotið ákvörðun Neytendastofu taldi stofnunin nauðsynlegt að sekta félagið um eina milljón króna.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

 

TIL BAKA