Fara yfir á efnisvæði

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Swift

10.09.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf. um innköllun á 85 Suzuki Swift bifreiðum af árgerðum 2013. Ástæða innköllunarinnar er sú að hemlarör geta farið utan í vélarfestingu þar sem bilið milli þess er of lítið og sökum víbringar frá vél. Í versta tilfelli getur komið leki að hemlaröri.

Í tilkynningunni kemur fram að Suzuki bílar hf. hafi þegar byrjað að innkalla viðeigandi bifreiðareigendur.

Neytendastofa hvetur bifreiðareigendur til að verða við innkölluninni og að leita til Suzuki bíla hf. varðandi frekari upplýsinga.

TIL BAKA