Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið Activity Group

19.09.2014

Neytendastofu barst kvörtun frá Skálpa ehf. yfir skráningu og notkun Afþreyingarhópsins ehf. á auðkenninu Activity Group. Fyrirtækin eru keppinautar á sviði ferðaþjónustu. 
Að mati Neytendastofu er heitið Activity Group sérkennandi og ekki lýsandi fyrir þá þjónustu sem fyrirtækin veita þar sem afþreying geti verið margskonar og ekki einungis bundin við ferðaþjónustu. 
Taldi Neytendastofa notkun Afþreyingarhópsins á auðkenninu Activity Group geta skapað rugling fyrir neytendur. Var fyrirtækinu því bönnuð öll notkun á heitinu Activity Group. 
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA