Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun um vaxtaendurskoðunarákvæði Íslandsbanka

26.09.2014

Neytendastofu barst kvörtun frá neytanda yfir vaxtaendurskoðunarákvæði í lánssamningi hans hjá Íslandsbanka.

 Neytendastofa tók skilmálann til skoðunar út frá lögum um neytendalán sem voru í gildi þegar samningurinn var gerður. Í þeim lögum var m.a. kveðið á um það að ef samið væri um breytilega vexti yrði að tilgreina með hvaða hættir vextir væru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir gætu breyst.

 Í skilmálum samningsins sem ákvörðunin snýr að kom fram að bankanum væri heimilt að breyta vöxtum að liðnum fimm árum og svo á fimm ára fresti eftir þann tíma. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði skilmála samningsins væri ekki nægilega upplýsandi um það við hvaða aðstæður vextirnir gætu breyst. Því hafi bankinn brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán og var bankanum bönnuð notkun vaxtaendurskoðunarákvæðisins.

 Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA