Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

05.12.2014

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest sektarákvörðun Neytendastofu nr. 22/2014. 

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun sinni að bæklingur Tölvuteks sem bar yfirskriftina „DESEMBER TILBOГ hefði að geyma auglýsingar sem brytu í bága við útsölureglur þar sem ekki var um verðlækkun að ræða.  Í útsölureglum sé tilboð skilgreint sem sala þar sem um verðlækkun sé að ræða og með yfirskrift bæklingsins var neytendum gefið til kynna að verð væri lækkað. Var fyrirtækinu bannað að auglýsa vörur sem ekki eru á lækkuðu verði á tilboði og beitt stjórnvaldssekt. 

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA