Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 198 Nissan Qashqai bifreiðar

21.01.2015

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 198 Nissan Qashqai J10 bifreiðar af árgerðinni 2012.
Ástæða innköllunarinnar er að styrkleika missir getur komið fram í festingu stýris við stýristúpu ef mikið átak á sér stað með þeim afleiðingum að stýri getur misst festu sína. Þarf því að athuga hvort skipta þurfi um stýri á þessum bifreiðum.

BL ehf mun senda viðeigandi bifreiðareigendum bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA