Fara yfir á efnisvæði

Hekla hf innkallar VW Polo GP bifreiðar

23.01.2015

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf að innkalla þurfi VW Polo GP bifreiðar af árgerðinni 2015.
Ástæða innköllunarinnar er að bilun á hröðunarskynjara í stjórnboxi fyrir loftpúða getur valdið því að loftpúðakerfi virki ekki sem skyldi, þannig að ekki er öruggt að púðar blásist út við réttar aðstæður eða sendi röng skilaboð í mælaborð um bilun í kerfinu. Viðgerð felst í því að skipt verður um loftpúðastjórnbox.

Tveir bílar á Íslandi eru innan þess framleiðslutímabils sem um ræðir og hefur eigendum þeirra verið tilkynnt um þessa innköllun.

TIL BAKA